croissant-aboutus

Einstakt góðgæti fyrir einstök tækifæri

Ég reyni að fara mínar eigin leiðir þegar færi gefst en einnig fæ ég mikið af hugmyndum frá öðrum. Uppskriftirnar sem ég birti eru oft af ýmiskonar bloggsíðum, öðrum uppskriftasíðum eða upppskriftabókum. Stundum hef ég breytt þeim og gert þær að mínum eigin en ég reyni ávallt að geta hvaðan ég hef uppskriftirnar.

Það eru þó til ótal leiðir í kökuskreytingum, til að mynda með súkkulaði, sykri, gelatíni og lengi mætti telja. Ég hef prufað mig áfram í þeim efnum en er ávallt að reyna prufa eitthvað nýtt og bæta eldri aðferðir.

Það sem ég kann hef ég lært gegnum bækur, Internetið (t.d. YouTube) eða gegnum eigið hugmyndaflug og tilraunir. Ég hef þó getað leitað til nánustu fjölskyldu sem rak bakarí í rúm 25 ár og tengdamóður þegar mig vantar ráð.

Eigandi

ALLT UM OKKUR

Eva er aðal kökugerðameistarinn, hefur verið í allskonar góðgætisgerð í rúm 12 ár og hefur ólæknandi áhuga hverskonar góðgætisgerð.

erm-profileimage
Eva Michelsen

  Það er svo gaman að gleðja aðra með sætindum.

Aðstoðarkona

ALLT UM OKKUR

Lára hefur óbilandi áhuga á hverskonar góðgæti og leggur eldri systur sinni lið þegar mikið liggur við.

lara_dawn
Lára Dawn Michelsen

  Það er allt betra með smá súkkulaði og rjómaosti.

Ráðgjafi

ALLT UM OKKUR

Páll er lærður bakari og faðir Evu. Hann rak og vann í bakaríi með foreldrum sínum í aldarfjórðung, því með áratuga reynslu.

pallm
Páll Michelsen

  Brauðbaksturinn er í sérlegu uppáhaldi.

Viltu panta fyrir veislu
HAFÐU SAMBAND

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ert að leita að góðgæti fyrir veislu eða hverskonar viðburð hafðu þá samband fyrir verð og nánari upplýsingar.

Sendu mér línu á netfangið erm [@] erm.is eða

 

FYLLTU ÚT FORMIР

muffin-aboutus

Markmiðin mín eru

Markmiðið með þessari síðu er að deila með öðrum uppskriftum, hugmyndum og öðru sem viðkemur kökubakstri og skreytingum. Ástæðan er einfaldlega sú að margir spyrja mig hvernig ég fari að þessu og hvort þetta sé ekki mikið mál. Þrátt fyrir að mér finnist þetta auðvelt er ekki þar með sagt að aðrir séu á sama máli. Það er þó von mín að síðan hjálpi öðrum áhugasömum að fikra sig áfram og sjá hversu auðvelt þetta getur verið með réttri hvatningu og upplýsingum.

Ég tek allar ljósmyndirnar sjálf nema annað komi fram.

Print Friendly, PDF & Email

5 replies added

 1. Nanna 16/10/2011 Reply

  Þú ert ekkert smá metnaðarfull! Rosalega flottar kökur hjá þér!

 2. Kökudagbókin 16/10/2011 Reply

  Takk Nanna 🙂 Ég var einmitt að rekast á síðuna þína í dag og finnst hún mjög áhugaverð og á eftir að fylgjast vel með eldamennskunni hjá þér!

 3. Anonymous 27/11/2011 Reply

  Svo flott hjá þér þú ert snillingur kv. Vilborg/Arca

 4. Margret 14/12/2014 Reply

  Einstaklega vel utskyrt… Takk fyrir þessar goðu uppskriftir.. Mjog fallegt hja þer..
  Margret

 5. Díana 13/02/2019 Reply

  Frábærar uppskriftir hjá þérTakk fyrir.

Leave your comment